Líkur taldar á hvalveiðum í sumar

Frá hvalveiðum.
Frá hvalveiðum. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hval­ur hf. er far­inn að ráða fólk til sum­arstarfa í sum­ar og margt bend­ir til þess að hval­veiðar hefj­ist að nýju í sum­ar.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu Skessu­horns. 

Þar seg­ir að stefnt sé að þriggja mánaða vertíð og að vænt­an­lega verið hval­veiðiskip­in Hval­ur 8 og Hval­ur 9 send­ir til veiða í júní. Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals, hafi verið í Jap­an fyr­ir skömmu að ræða við kaup­end­ur hvalaf­urða þar.

„Í Hval­stöðinni í Hval­f­irði er allt klárt fyr­ir vænt­an­lega vertíð í sum­ar eins og reynd­ar var fyr­ir síðasta sum­ar einnig, þegar ekk­ert varð af veiðum. Hval­veiðar­arn­ar og vinnsl­an hef­ur skapað hátt á annað hundrað störf þegar tek­in eru sam­an störf á hval­veiðibát­un­um, í Hval­stöðinni og við vinnslu sem m.a. hef­ur farið fram á Akra­nesi. Fyr­ir marga hef­ur vertíðin þannig reynst upp­grip,“ seg­ir í frétt Skessu­horns.

Hval­ur hef­ur heim­ild til að veiða 150-170 langreyðar en á vertíðunum í hittiðfyrra og árið þar áður var sá kvóti ekki fyllt­ur.

Frétt Skessu­horns

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert