Ósátt við hækkun stjórnarlauna

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Miðstjórn ASÍ lýs­ir and­stöðu sinni við þá ákvörðun árs­fund­ar Fram­taks­sjóðs Íslands að hækka stjórn­ar­laun sjóðsins úr 100 þús.kr. á mánuði í 180 þús.kr. Það er skoðun miðstjórn­ar að þessi ákvörðun sé ekki bara úr takt við þann veru­leika sem al­mennt launa­fólk býr við, held­ur fer hún al­ger­lega gegn þeim mark­miðum sem Alþýðusam­band Íslands hef­ur sett um siðferði og sam­fé­lags­lega ábyrgð í ákvörðunum líf­eyr­is­sjóðanna. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá miðstjórn ASÍ.

„Í kjöl­far hruns­ins 2008 hef­ur mik­il umræða átt sér stað inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um ábyrgð líf­eyr­is­sjóðanna gagn­vart al­menn­um sjóðsfé­lög­um þegar kem­ur að ákvörðunum um launa­kjör stjórn­enda þeirra fyr­ir­tækja sem sjóðirn­ir fjár­festa í. Árs­fund­ir ASÍ hafa ít­rekað ályktað í þá veru að sjóðirn­ir beiti sér gegn því að of­ur­launa­kerfið verði tekið upp aft­ur og er þessi ákvörðun því í and­stöðu við þá stefnu­mörk­un.

Miðstjórn ASÍ studdi á sín­um tíma stofn­un Fram­taks­sjóðs á þeirri for­sendu að hann myndi gegna mik­il­vægu hlut­verki í end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins. Und­an­farið hafa ein­staka ákv­arðanir stjórn­ar sjóðsins ekki verið í sam­ræmi við vænt­ing­ar miðstjórn­ar ASÍ um ný og breytt vinnu­brögð til að end­ur­heimta traust al­menns launa­fólks.

 Miðstjórn ASÍ hvet­ur full­trúa launa­fólks í stjórn­um þeirra líf­eyr­is­sjóða sem starfa á grund­velli kjara­samn­ings ASÍ og SA að krefjast þess að þessi ákvörðun um stjórn­ar­laun verði aft­ur­köluð og jafn­framt að sett verði fram skýr hlut­hafa­st­efna af hálfu Fram­taks­sjóðsins varðandi aðkomu hans að ákvörðunum um laun stjórna og stjórn­enda þeirra fyr­ir­tækja sem fjár­fest verður í. Aðeins þannig verður hægt að skapa nauðsyn­lega ró um starf­semi þessa mik­il­væga sjóðs og leggja grunn að því að skapa traust og trú­verðug­leika launa­fólks og sjóðsfé­laga gagn­vart starf­semi líf­eyr­is­sjóðanna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert