Rigning og tár í fjöldasöng

40 þúsund manns komu saman í miðborg Óslóar í dag …
40 þúsund manns komu saman í miðborg Óslóar í dag til að minnast fórnarlamba Breiviks. HEIKO JUNGE

„Þetta var slá­andi,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sem tók þátt í 40 þúsund manna fjölda­söng í rign­ingu og sudda á Young­s­torgi í Ósló í dag. „Þetta var mjög eft­ir­minni­leg stund fyr­ir okk­ur sem vor­um þarna. Maður gleym­ir þessu ekki.“

Katrín seg­ir at­höfn­ina hafa verið mjög fal­lega. Fyrst voru haldn­ar tvær stutt­ar ræður og því næst hófst söng­ur­inn en sungið var lagið Börn regn­bog­ans (n. Barn av regn­bu­en) sem And­ers Behring Brei­vik þolir ekki og álít­ur áróður fyr­ir marx­isma.

Norski þjóðlaga­söngv­ar­inn Lille­bjørn Nil­sen, sem gerði lagið frægt á sín­um tíma, leiddi söng­inn en um er að ræða norska út­gáfu af „My Rain­bow Race“ eft­ir banda­ríska þjóðlaga­söngv­ar­ann Pete See­ger. „Norska út­gáf­an er vin­sæl­asta leik­skóla­lag Norðmanna og hún er óskap­lega fal­leg. Þetta var mjög sér­stakt, þarna söng fólk sam­an og hélt á rós­um og var með regn­hlíf­ar. Það var mik­ill andi sam­stöðu, það var það sem þetta gekk út á, að sýna að þessi gjörn­ing­ur síðasta sum­ar sundraði ekki þjóðfé­lag­inu held­ur sam­einaði það,“ seg­ir Katrín.

Lagið var sungið þó nokkr­um sinn­um, einnig þegar fólk gekk fram­hjá dóms­hús­inu þar sem réttað var yfir Brei­vik, og lagði rós­ir við ör­ygg­is­tálma um­hverf­is bygg­ing­una til að minn­ast þeirra sem lét­ust af hans völd­um þann 22. júlí í fyrra. „Við sung­um þetta lengi og ég er eig­in­lega búin að læra þenn­an söng utan að núna. Hann er fyrst og fremst um að þetta sé ein jarðarkúla og þar eigi öll börn rétt á að lifa í friði og spekt.“

Katrín seg­ir að þar til í dag hafi hún aldrei heyrt lagið en það sé fyr­ir Norðmönn­um eins og „All­ir krakk­ar“ er fyr­ir Íslend­ing­um. „Þetta er eitt­hvað sem greini­lega all­ir kunna og fólk tók und­ir hárri raustu. Það var einn for­söngv­ari og hann söng ekki einu sinni all­an tím­ann því fólk hélt uppi söngn­um al­veg sjálft. Svo voru síðustu tvö er­ind­in sung­in aft­ur og aft­ur. Það voru rign­ing og tár sam­an.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert