Stálu sex myndavélum í nótt

Þjófurinn braut rúðu í versluninni.
Þjófurinn braut rúðu í versluninni.

„Þetta er mikið áfall. Ég er nýbúinn að opna verslunina og það er búið að tæma hana,“ segir Bjarki Reynisson, framkvæmdastjóri Reykjavík Foto, en verðmætum ljósmyndavörum var stolið úr versluninni á Laugavegi í nótt.

Þjófavarnarkerfi fór í gang rétt um klukkan 2:30 í nótt. Öryggisverðir mættu á staðinn eftir um fimm mínútur en þá var þjófurinn eða þjófarnir horfnir. Áætlað verðmæti þess sem stolið var er hátt í 800 þúsund krónur. Þjófarnir stálu sex myndavélum, einni linsu og spjaldtölvu. Vörurnar eru frá Canon, Sony og Apple.

Notaður var steinn til að brjóta glugga í hurð verslunarinnar. Rannsókn málsins sendur yfir en Bjarki biður þá sem gætu gefið einhverjar upplýsingar að koma þeim til lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert