Þóra mælist með mest fylgi

Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands
Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands Ómar Óskarsson

Sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar HÍ á fylgi for­setafram­bjóðend­anna sem gerð var  dag­ana 24.-26. apríl fengi Þóra Arn­órs­dótt­ir mest fylgi, 49%. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son mæl­ist með 34,8% og Ari Trausti Guðmunds­son 11,5%. Aðrir fram­bjóðend­ur mæl­ast með minna fylgi.

Könn­un­in var send á net­panel Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, sem bygg­ir á til­vilj­unar­úr­tök­um úr Þjóðskrá. Gögn­in voru að auki vigtuð með til­liti til ald­urs, kyns og bú­setu svo þau end­ur­spegli þjóðina, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Fé­lags­vís­inda­stofn­un.

Sami hóp­ur var spurður um af­stöðu sína til fram­bjóðenda hinn 17. apríl síðastliðinn en þá hafði Ari Trausti Guðmunds­son ekki gefið kost á sér. Hann virðist sækja fylgi sitt einkum til óákveðinna en 46% þeirra sem nú segj­ast ætla að kjósa hann ætluðu áður að skila auðu, voru óákveðnir eða vildu ekki svara.

0,8% sögðust ætla að kjósa Ástþór Magnús­son, 0,3% ætla að kjósa Hann­es Bjarna­son, 3% hyggj­ast kjósa Her­dísi Þor­geirs­dótt­ur og 0,6% Jón Lárus­son.

Þriðjung­ur stuðnings­manna Ara Trausta ætlaði að kjósa Þóru Arn­órs­dótt­ur þegar spurt var 17. apríl og 11% ætluðu að kjósa Ólaf Ragn­ar Gríms­son.

Svar­end­ur voru spurðir að því hvað vægi þyngst við val þeirra. Velja mátti að há­marki þrjú atriði af 15. Al­mennt þótti svar­end­um þekk­ing og reynsla fram­bjóðand­ans mik­il­væg­ust og því næst heiðarleiki fram­bjóðand­ans.

Þannig seg­ir 61% þeirra sem styðja Ólaf Ragn­ar Gríms­son að þekk­ing hans og reynsla sé einn af þrem­ur þátt­um sem vegi þyngst í ákvörðun þeirra. Það sama gild­ir um 24% stuðnings­fólks Þóru Arn­órs­dótt­ur og 37% þeirra sem styðja Ara Trausta Guðmunds­son. Tæp­ur helm­ing­ur stuðnings­fólks Ara Trausta seg­ir heiðarleika hans vega einna þyngst í ákvörðun­inni en það á við um 45% stuðnings­fólks Þóru en 18% þeirra sem styðja Ólaf Ragn­ar.

Al­menn fram­koma Þóru Arn­órs­dótt­ur þótti vega þungt í ákvörðun 51% stuðnings­manna henn­ar. Á hinn bóg­inn nefndu ein­ung­is 16% stuðnings­manna Ólafs Ragn­ars að al­menn fram­koma vægi einna þyngst í ákvörðun­inni um hvaða fram­bjóðanda skyldi greiða at­kvæði.

Sá eig­in­leiki í fari Ara Trausta Guðmunds­son­ar sem flest stuðnings­fólk hans er sam­mála um að vegi þungt við ákvörðun­ina um að greiða hon­um at­kvæði er heiðarleiki hans. Þekk­ing og reynsla Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar er sá eig­in­leiki sem flest stuðnings­fólk hans vel­ur en al­menn fram­koma Þóru Arn­órs­dótt­ur er sá eig­in­leiki sem flest stuðnings­fólk henn­ar seg­ir hafa vegið þungt við ákv­arðana­tök­una.

Könn­un­in var send á 1.961 þátt­tak­anda og alls svöruðu 1.379. Svar­hlut­fallið er því 70%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert