Útlit fyrir góða sprettu

Margt bendir til þess að framundan sé hlýtt sumar og …
Margt bendir til þess að framundan sé hlýtt sumar og góð grasspretta. mbl.is/RAX

Útlit er fyr­ir góða grassprettu í sum­ar, en þurrk­ar gætu þó valdið tals­verðum skaða, að sögn Páls Bergþórs­son­ar, veður­fræðings og fyrr­ver­andi veður­stofu­stjóra.

Mörg und­an­far­in ár hef­ur Páll spáð fyr­ir um gróður­sæld­ina á kom­andi sumri og sprettu á tún­um lands­ins og nú í sum­ar spá­ir hann góðri sprettu. Vetr­ar­hit­inn skipt­ir miklu máli fyr­ir gróður­inn.

Páll hef­ur sýnt fram á að fylgni hef­ur verið á milli vetr­ar­hita og hey­fengs sum­ars­ins en spá hans bygg­ist á meðal­hita yfir sjö mánaða tíma­bil í Stykk­is­hólmi, þ.e.a.s. frá októ­ber til apríl. Hitaf­ar þar er líkt því sem er að meðaltali á land­inu.

„Jörðin er svo vel geymd, frostið hef­ur ekki skemmt ræt­urn­ar. Ég held að það sé skýr­ing­in á þessu,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um gróður­spána fyr­ir sum­arið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert