66% styðja tillögur Stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð
Stjórnlagaráð mbl.is/Golli

66,1 þeirra sem tóku þátt í könnun MMR vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

MMR kannaði afstöðu fólks til þeirra spurninga sem til stóð að leggja fyrir kjósendur í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.

Þá kom í ljós að stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar er nær allt (95,2%) hlynnt tillögum Stjórnlagaráðs og tæplega helmingur andstæðinga ríkisstjórnarinnar að auki (48,0%). Stuðningur við tillögurnar mældist minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins en rúmur fjórðungur þeirra (27,1%) kvaðst hlynntur tillögunum. Næstminnsta fylgið var meðal framsóknarmanna, þar sem um 38,5% voru hlynntir tillögunum. Stuðningur í öðrum flokkum mældist yfir 90 prósent. Þá mældist stuðningur við tillögurnar 77,1% meðal þeirra sem sögðust óvissir í afstöðu sinni til stjórnmálaflokka eða sögðust skila auðu væri gengið til kosninga nú.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert