„ESB ríkin þurfa að líta sér nær“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

„Ætla þeir að kenna okk­ur lex­íu um of­veiði eða sjálf­bærni veiða?“ spyr Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í kvöld. Vís­ar hann þar til Evr­ópu­sam­bands­ins og mak­ríl­deil­unn­ar en fundað var í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is í morg­un um hót­an­ir sam­bands­ins um refsiaðgerðir gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­veiða þjóðanna.

„ESB íhug­ar refsiaðgerðir vegna veiða Íslend­inga á mak­ríl í okk­ar eig­in lög­sögu. Allt til að þrýsta á um samn­inga sem þeir geta sætt sig við. ESB rík­in þurfa að líta sér nær og fram­kvæmda­stjórn­in að láta af hrok­an­um. ESB of­veiðir um 75% af öll­um stofn­um inn­an fisk­veiðilög­sögu sinn­ar og brott­kast er gengd­ar­laust. Talið er að allt að 80% af veidd­um fiski sé hent aft­ur í sjó­inn,“ seg­ir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert