Kona á miðjum aldri kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis í gær og afhenti peningaveski sem hún hafði fundið í miðborginni samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kemur að í veskinu hafi verið talsvert af peningum, greiðslukort sem og skilríki og fyrir vikið tókst að hafa upp á eigandanum sem reyndist vera erlendur ferðamaður.
Var hann mjög þakklátur þegar hann kom og sótti veskið í gærkvöld og hefur örugglega hugsað fallega til hinnar strangheiðarlegu og skilvísu konu að því er segir í tilkynningunni.