Gildi vekur athygli á stjórnmálaáhættu

Fiskvinnslufólk eru meðal þeirra sem greiða í Gildi.
Fiskvinnslufólk eru meðal þeirra sem greiða í Gildi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í árs­reikn­ingi líf­eyr­is­sjóðsins Gild­is er í fyrsta sinn gerð grein fyr­ir stjórn­mála­áhættu. Stjórn sjóðsins tel­ur ástæðu til að vekja at­hygli á að breyt­ing­ar á lög­um og reglu­verki í kring­um sjóðina geta haft áhrif á af­komu þeirra.

„Íslensk­ir líf­eyr­is­sjóðir búa í dag við nokkra stjórn­mála­áhættu og áhættu af breyt­ing­um á lög­um og reglu­verki. Und­an­far­in ár hef­ur lagaum­hverfi líf­eyr­is­sjóðanna verið nokkuð stöðugt, en það hef­ur breyst á síðustu miss­er­um og í ljósi um­fjöll­un­ar um sjóðina á vett­vangi stjórn­mál­anna gætu fleiri breyt­ing­ar verið í far­vatn­inu. Stjórn sjóðsins tel­ur ástæðu til að vekja at­hygli á að breyt­ing­ar á lög­um og reglu­verki í kring­um sjóðina geta haft áhrif á af­komu þeirra,“ seg­ir í árs­skýrsl­unni.

Sem dæmi um breyt­ing­ar er bent á að lög um gjald­eyr­is­höft breyttu veru­lega mögu­leik­um sjóðanna til fjár­fest­inga og áhættu­dreif­ing­ar. Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hvenær lög­un­um verði breytt. Þá var með lög­um lagður sér­stak­ur skatt­ur á líf­eyr­is­sjóði. Til stend­ur að af­nema hann að hluta eða öllu leyti háð því hvernig sjóðir taka þátt í sér­stök­um útboðum á eign­um í ís­lensk­um krón­um fyr­ir er­lend­an gjald­eyri, en niðurstaða þessa er enn nokkuð óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert