Hluti veiðileyfagjalds í markaðsstarf?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra varpaði fram þeirri hug­mynd á aðal­fundi Íslands­stofu í dag, að hluti af veiðileyf­a­gjaldi yrði notaður til að styrkja stöðu ís­lensks fisks á er­lend­um mörkuðum.

Össur sagði að Norðmenn verðu gríðarleg­um fjár­mun­um til markaðsstarfs fyr­ir norsk­an fisk. Hann sagði ýmsa ótt­ast að við væru ekki að gera nægi­lega mikið til að verja stöðu okk­ar og sækja fram á salt­fisk­mörkuðum við Miðjarðar­haf, fisk­mörkuðum í Banda­ríkj­un­um og síld­ar­mörkuðum í Skandi­nav­íu.

Össur sagði að við ætt­um að standa með svipuðum hætti að mál­um og Norðmenn ættu við að setja um hálf­an millj­arð í markaðsstarf fyr­ir ís­lensk­an fisk og við þetta ættu að starfa um sjö menn. Hann varpaði því fram hvort sjáv­ar­út­veg­ur­inn væri til­bú­inn til að styðja að hluti veiðileyf­a­gjalds færi til þessa verk­efn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert