Hluti veiðileyfagjalds í markaðsstarf?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra varpaði fram þeirri hugmynd á aðalfundi Íslandsstofu í dag, að hluti af veiðileyfagjaldi yrði notaður til að styrkja stöðu íslensks fisks á erlendum mörkuðum.

Össur sagði að Norðmenn verðu gríðarlegum fjármunum til markaðsstarfs fyrir norskan fisk. Hann sagði ýmsa óttast að við væru ekki að gera nægilega mikið til að verja stöðu okkar og sækja fram á saltfiskmörkuðum við Miðjarðarhaf, fiskmörkuðum í Bandaríkjunum og síldarmörkuðum í Skandinavíu.

Össur sagði að við ættum að standa með svipuðum hætti að málum og Norðmenn ættu við að setja um hálfan milljarð í markaðsstarf fyrir íslenskan fisk og við þetta ættu að starfa um sjö menn. Hann varpaði því fram hvort sjávarútvegurinn væri tilbúinn til að styðja að hluti veiðileyfagjalds færi til þessa verkefnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert