Mikill meirihluti vill ekki í ESB

AP

Mik­ill meiri­hluti Íslend­inga er and­snú­inn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem unn­in var fyr­ir Rún­ar Vil­hjálms­son, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands og fjallað var um í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Sam­tals eru 53,8% and­víg inn­göngu í ESB sam­kvæmt könn­un­inni en 27,5% eru henni hlynnt. 19,7% tóku ekki af­stöðu. Ef aðeins er miðað við þá sem taka af­stöðu með og á móti eru 66% á móti inn­göngu í sam­bandið en þriðjung­ur fylgj­andi.

Meiri­hluti kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og Sam­stöðu er and­víg­ur því að gengið verði í ESB en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru því hins veg­ar hlynnt­ur.

Haft er eft­ir Rún­ari að þeir sem eru á móti því að fara inn í ESB hafi sterk­ari skoðun á mál­inu og séu þar af leiðandi ólík­legri til þess að skipta um skoðun.

Spurt var: Ertu fylgj­andi eða mót­fall­inn því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið? Úrtakið var 1.900 manns og var svar­hlut­fallið 67%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert