Ráðgjafahópur skipaður um sæstreng

Sæstrengir tengdir Íslandi.
Sæstrengir tengdir Íslandi. mbl.is

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un var samþykkt til­laga Odd­nýj­ar G Harðardótt­ur, iðnaðar- og fjár­málaráðherra, þess efn­is að skipaður verður ráðgjaf­ar­hóp­ur til að kanna nán­ar þann mögu­leika að leggja sæ­streng á milli Íslands og meg­in­lands Evr­ópu.

Í ráðgjaf­ar­hópn­um munu m.a. eiga sæti full­trú­ar allra þing­flokka, aðilar vinnu­markaðar­ins og full­trú­ar frá helstu hags­munaaðilum. Ráðgjaf­ar­hópn­um verður falið að skila grein­ar­gerð fyr­ir lok þessa árs.

„Ljóst er að mik­ill­ar grein­ing­ar­vinnu er þörf; m.a. á sam­fé­lags- og þjóðhags­leg­um áhrif­um, tækni­leg­um atriðum og grein­ing á lagaum­hverfi og milli­ríkja­samn­ing­um. Sér­stök verk­efn­is­stjórn sem skipuð verður full­trú­um stjórn­valda mun starfa sam­hliða ráðgjaf­ar­hópn­um,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Í skýrslu um heild­stæða orku­stefnu fyr­ir Ísland er sett fram það mark­mið að „ein­angr­un ís­lenska raf­orku­kerf­is­ins verði rof­in með lagn­ingu sæ­strengs“.

Und­an­far­in ár hef­ur Lands­virkj­un unnið grein­ing­ar­vinnu við að skoða þann mögu­leika að tengja ís­lenska raf­orku­kerfið við raf­orku­kerfi meg­in­lands Evr­ópu í gegn­um sæ­streng.

„Slík fram­kvæmd hef­ur um nokk­urt skeið verið tal­in tækni­lega mögu­leg en fyrst nú eru komn­ar fram já­kvæðar vís­bend­ing­ar um hag­kvæmni verk­efn­is­ins. Ýmsar for­send­ur þarf að staðfesta áður en unnt er að full­yrða end­an­lega um hag­kvæmni verk­efn­is­ins og ljóst er að breið sam­fé­lags­leg sátt er nauðsyn­leg eigi verk­efnið að verða að veru­leika,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert