Ræddi ekki við dómara Hæstaréttar

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. mbl.is

Eng­inn af starf­andi dómur­um Hæsta­rétt­ar ræddi við blaðamann Mann­lífs sem skrifaði grein um Hæsta­rétt í blaði sem kom út fyrr í þess­um mánuði. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem Jón Stein­ar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari sendi frá sér.

„Í til­efni af grein um Hæsta­rétt, sem birt var í apríl­hefti tíma­rits­ins Mann­lífs, tek ég fram að sam­dóm­ar­ar mín­ir við Hæsta­rétt hafa all­ir greint mér frá því í per­sónu­leg­um sam­töl­um að þeir hafi ekki tjáð sig með nafn­leynd við höf­und grein­ar­inn­ar um mig eða aðra starf­andi dóm­ara við rétt­inn. Hafa þeir heim­ilað mér að skýra frá þessu á op­in­ber­um vett­vangi. Köp­ur­yrði um mig sem eft­ir þeim eru höfð í fyrr­nefndri grein eru því ekki frá þeim kom­in,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Jóni Stein­ari.

Í grein­inni í Mann­lífi var full­yrt að flokka­drætt­ir væru meðal dóm­ara Hæsta­rétt­ar og fjallað var um ráðning­ar dóm­ara við rétt­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert