Setja á skýrar reglur um landakaup

Styr hefur staðið um landakaup erlendra aðila, til dæmis á …
Styr hefur staðið um landakaup erlendra aðila, til dæmis á Grímsstöðum á fjöllum.

Byggðastofnun telur heppilegt að skipuð verði nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir um kaup erlendra aðila á landi og í framhaldi settar skýrar reglur um landakaup. Þetta kemur fram í umsögnum við tvær þingsályktunartillögur sem snúa að endurskoðun laga um kaup á jörðum á Íslandi.

Önnur tillagan kemur frá Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og hin frá Ólöfu Nordal, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Í báðum er Alþingi gert að endurskoða lagaumhverfi um kaup á jörðum á Íslandi.

Í umsögn Byggðastofnunar segir að hlutverk hennar sé að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni, og því miðist umsögnin við áhrif tillagnanna á þá þætti. Bent er á að heppilegt væri að horfa til reglna á strjálbýlum og afskekktum svæðum, svo sem í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, ekki síður en í Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert