Sjóminjasafnið fékk milljón

Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, og Gísli …
Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, afhentu Eiríki P. Jörundssyni, forstöðumanni safnsins, styrkinn í Sjóminjasafninu föstudaginn 27. apríl 2012.

Frá því að Sjóminjasafnið Víkin hóf starfsemi sína fyrir sjö árum hefur það verið á stefnuskrá safnsins að bjóða skólabörnum í heimsókn til að kynna fyrir þeim íslenskan sjávarútveg. Erfitt hefur verið að halda úti þeirri þjónustu vegna fjárskorts, en í dag færðu Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð Reykjavíkur safninu eina milljón króna.

Heimsóknum skólabarna hefur farið fjölgandi ár frá ári og hafa börnin jafnan fengið leiðsögn starfsmanna safnsins og fræðslu um fiskveiðar og fiskvinnslu í nútíð og fortíð. Þá hafa börnin einnig skoðað varðskipið Óðin, kynnst lífinu um borð og mörg þeirra hafa verið að stíga í fyrsta skipti um borð í skip.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert