Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook-síðu sinni í dag að á síðustu tólf mánuðum hafi hækkun eldsneytiskostnaðar haft mest áhrif á verðbólguna af einstökum liðum vísitölu neysluverðs. Næstmest áhrif hafi hins vegar opinber gjöld haft.
Eins og mbl.is greindi frá í morgun hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur hún hins vegar hækkað um 2,9% sem jafngildir 12% verðbólgu á ári.
„Á síðustu 12 mánuðum hefur eldsneyti haft mest áhrif á verðbólguna af einstökum liðum vísitölu neysluverðs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til lækkun þess. En hvað hefur haft næstmest áhrif? Opinber gjöld!“ segir Bjarni.