Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur afgreitt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt en með henni er ályktað að fela forsætisráðherra að setja á fót starfshóp sem kanna á þróun og regluverk í póstverslun og koma með tillögur að lagabreytingum og öðrum ráðstöfunum.
Starf starfshópsins skal vera í því skyni að skapa póstverslun samkeppnisstöðu sem væri til hagsbóta fyrir neytendur og atvinnufyrirtæki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún taki heilshugar undir með flutningsmanni hennar, Merði Árnasyni, og fagni því að settur verði á fót starfshópur á fót í því skyni að efla og auðvelda póstverslun.
Í starfshópnum verði meðal annars starfsmenn úr fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti, og fulltrúar sem samtök kaupmanna, flutningsfyrirtækja og neytenda skipi. Starfshópurinn ljúki skýrslu um störf sín og tillögum um úrbætur fyrir 1. desember 2012.