Golfvellir koma vel undan vetri og eru opnaðir fyrr

Þessir herramenn í GR virtust sáttir við flatirnar eftir veturinn …
Þessir herramenn í GR virtust sáttir við flatirnar eftir veturinn á Korpuvelli í Grafarvogi í gærmorgun. mbl.is/Ómar

Hagstætt veðurfar undanfarið hefur gert það að verkum að golfvellir landsins hafa verið opnaðir fyrr en oftast áður, sérstaklega á Suðvestur- og Suðurlandi.

Í umfjöllun um ástand golfvalla í Morgunblaðinu í dag ber forsvarsmönnum vallanna saman um að þeir komi sérstaklega vel undan vetri. Kylfingar hafa tekið þessu feginshendi og hafa þegar flykkst á vellina og mót sem haldin hafa verið undanfarna daga.

Þannig var til dæmis opið inn á sumarflatir á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi, Strandavelli á Hellu og Hólmsvelli í Leiru þegar um páskana. Í Grindavík var jafnvel leikið á sumarflatir þann 31. mars.

Ekki var þó byrjað að opna endanlega inn á vellina fyrir sumarið fyrr en í kringum sumardaginn fyrsta. Þá opnaði til dæmis Golfklúbburinn Kjölur (GKJ) inn á sumarflatir á fjórtán holum af átján á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og á laugardaginn var opnaði Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) Korpuvöll sinn í Grafarvogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert