Réttilega færð úr nýtingu í bið

Náttúruverndarþing hófst í morgun í Háskólanum í Reykjavík og lýkur …
Náttúruverndarþing hófst í morgun í Háskólanum í Reykjavík og lýkur síðdegis. Rax / Ragnar Axelsson

Náttúruverndarþing tekur í ályktun eindregið undir umsögn þrettán náttúruverndarfélaga um drög að tillögu um rammaáætlun sem send var iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Þingi fagnar því að allmörg svæði hafi samkvæmt tillögunni verið sett í verndarflokk.

Einnig segir í ályktuninni að svæði tengd Neðri-Þjórsá, Skrokköldu og Hágöngum hafi réttilega verið færð úr nýtingu í biðflokk.

Þá leggur Náttúruverndarþing ríka áherslu á að miðhálendi Íslands í heild verði um alla framtíð friðlýst samkvæmt náttúruverndarlögum.

Náttúruverndarþing hófst í morgun í Háskólanum í Reykjavík og lýkur síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka