Sofnaði undir stýri og lenti utan vegar

mbl.is/Hjörtur

Ökumaður sofnaði undir stýri á ferð sinni um Blönduhlíðina í Skagafirði upp úr hádegi í dag með þeim afleiðingum að hann lenti utan vegar. Maðurinn var að koma austur úr Eyjafjarðarsýslu. Hann hafði verið akandi í töluvert langan tíma og sótti á hann svefn.

Maðurinn slapp þó án meiðsla og bifreiðin er lítið skemmd að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki þannig að óhætt er að segja að hann hafi sloppið með skrekkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert