Það var reitt hátt til höggs

Geir segir að málið hafi reynt á fjölskylduna, ekki síst …
Geir segir að málið hafi reynt á fjölskylduna, ekki síst þá sem eru yngstir og óvanastir því að taka á sig svona álag. mbl.is/Kristinn

„Ég tel að miðað við hvernig farið var af stað með þetta mál, þá hafi ég unnið stóran sigur – segja má að ég hafi unnið 95% sigur,“ segir Geir H. Haarde í ítarlegri úttekt í Sunnudagsmogganum, en blaðamaður og ljósmyndari fylgdu honum eftir meðan á Landsdómsréttarhöldunum stóð.

„Það var reitt hátt til höggs og farið af stað með sex ákæruliði. Þegar upp er staðið var fimm ákæruliðum sem snertu efnisatriði í tengslum við bankahrunið annaðhvort vísað frá eða ég sýknaður af þeim.“

Hann segist hafa verið sakfelldur fyrir það sem hann telji formsatriði varðandi ríkisstjórnarfundi. „Það má segja að það hafi verið slegið á puttana á mér með þessum dómi en um leið rekið mjög þungt högg í andlitið á þeim þingmönnum sem stóðu að þessu máli.“

Geir hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir hörð viðbrögð við dómnum á mánudag. „Eflaust má segja að ég hafi tekið fulldjúpt í árinni gagnvart dóminum, þótt ég hafi vissulega mínar skoðanir á því hvernig meirihlutinn komst að sinni niðurstöðu,“ segir hann. „Ég tel augljóst að niðurstaða meirihlutans varðandi sakfellingaratriðið byggist á málamiðlun, þar sem líklegt er að pólitísk sjónarmið hafi komið við sögu.“

Í samtali í Sunnudagsmogganum í dag gagnrýnir Geir harðlega Steingrím J. Sigfússon fyrir aðkomu hans að málinu og segir furðulegt að kallað hafi verið á hann sem vitni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka