Ungliðar Samstöðu mynda samtök

Árný Jóhannesdóttir, formaður ungliðahreyfingar Samstöðu.
Árný Jóhannesdóttir, formaður ungliðahreyfingar Samstöðu.

Ungliðahreyf­ing Sam­stöðu, flokks lýðræðis og vel­ferðar, var form­lega sett á lagg­irn­ar á stofn­fundi sem fram fór í gær­kvöldi. Fram kem­ur á heimasíðu flokks­ins að mæt­ing hafi verið góð og mik­ill hug­ur verið í fund­ar­mönn­um. Lilja Móses­dótt­ir, alþing­ismaður og formaður Sam­stöðu, flutti er­indi og svaraði að því loknu spurn­ing­um.

Að því loknu voru stofn­samþykkt­ir ungliðahreyf­ing­ar­inn­ar samþykkt­ar og því næst kjör­in stjórn. Árný Jó­hann­es­dótt­ir var kjör­in formaður en hún er 16 ára göm­ul og stund­ar nám við Mennta­skól­ann í Reykja­vík.

Hall­geir Jóns­son var kjör­inn vara­formaður. Þá voru Ingi­björg Vikt­oría Haf­steins­dótt­ir, Svaf­ar Helga­son, Andri Þor­valds­son og Jón Reg­in­bald Ívars­son kjör­in í stjórn ungliðahreyf­ing­ar­inn­ar.

Stjórn ungliðahreyfingar Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar.
Stjórn ungliðahreyf­ing­ar Sam­stöðu, flokks lýðræðis og vel­ferðar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert