Ungliðar Samstöðu mynda samtök

Árný Jóhannesdóttir, formaður ungliðahreyfingar Samstöðu.
Árný Jóhannesdóttir, formaður ungliðahreyfingar Samstöðu.

Ungliðahreyfing Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, var formlega sett á laggirnar á stofnfundi sem fram fór í gærkvöldi. Fram kemur á heimasíðu flokksins að mæting hafi verið góð og mikill hugur verið í fundarmönnum. Lilja Mósesdóttir, alþingismaður og formaður Samstöðu, flutti erindi og svaraði að því loknu spurningum.

Að því loknu voru stofnsamþykktir ungliðahreyfingarinnar samþykktar og því næst kjörin stjórn. Árný Jóhannesdóttir var kjörin formaður en hún er 16 ára gömul og stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík.

Hallgeir Jónsson var kjörinn varaformaður. Þá voru Ingibjörg Viktoría Hafsteinsdóttir, Svafar Helgason, Andri Þorvaldsson og Jón Reginbald Ívarsson kjörin í stjórn ungliðahreyfingarinnar.

Stjórn ungliðahreyfingar Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar.
Stjórn ungliðahreyfingar Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka