Einhliða upptaka veikasti kosturinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að besti kosturinn fyrir Íslendinga í gjaldmiðilsmálum sé að hafa gjaldmiðil sem taki mið af efnahagslegum veruleika á Íslandi. Það væri að hans mati íslenska krónan. Tekist hefði á undanförnum áratugum að byggja upp einhver bestu lífskjör sem þekktust með hana að vopni.

Hann sagðist vera reiðubúinn að skoða alla möguleika í þeim efnum en sagðist þó telja að veikasti kosturinn væri einhliða upptaka annars gjaldmiðils. Gjaldmiðlar annarra þjóða tækju ekki mið af efnahagsástandinu á Íslandi hverju sinni.

Hins vegar væri ljóst að sama hvaða leið Íslendingar kysu að fara í gjaldmiðilsmálum yrði að koma á aga hér heima fyrir. Það yrði að eiga fyrir útgjöldunum, reka aðhaldssama ríkisfjármálastefnu og leggja þyrfti áherslu á verðmætasköpun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert