Mesta óvissan í kringum evruna

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is

„Þess verður nú vart að ýmsir sem hafa barist fyrir ESB-aðild í þágu evrunnar hafa skipt um skoðun og leggja nú einhliða upptöku annars gjaldmiðils lið. Fyrir þá sem telja óhjákvæmilegt að skipta um mynt er evran óskynsamlegasti kosturinn. Mesta óvissan er í kringum hana af öllum kostunum,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni.

Fyrir það fyrsta sé ólíklegt að Íslendinga eigi eftir að samþykkja aðild að Evrópusambandinu og ennfremur óvíst hversu langan tíma það eigi eftir að taka að semja um aðild að sambandinu. Þá sé óljóst hversu langan tíma það taki Íslendinga að uppfylla skilyrðin fyrir því að taka upp evruna eftir að inn í ESB væri komið og sömuleiðis óvíst hver þau skilyrði verði þegar fram líði stundir.

„Auðveldara er að rökstyðja nauðsyn þess að hætta ESB-viðræðunum vilji menn nýja mynt en að halda þeim áfram til að nálgast það markmið,“ segir Björn.

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert