Samstaða vill taka upp Nýkrónu

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

Upp­taka Nýkrónu er ekki töfra­bragð held­ur nauðsyn­leg varn­araðgerð til að koma í veg fyr­ir aukna fá­tækt og stór­felld­an land­flótta á næstu árum, seg­ir Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður og formaður Sam­töðu. Hún tel­ur að upp­taka Nýkrónu myndi laga ytra ójafn­vægi hag­kerf­is­ins án þess að lífs­kjör yrðu skert veru­lega.

Í pistli á vefsvæði sínu seg­ir Lilja að þetta sé sú leið, þ.e. skipti­g­eng­is­leið, sem Samstaða vilji að rædd verði og könnuð af yf­ir­veg­un. „Upp­taka Nýkrónu með mis­mun­andi skipti­g­engi mun ekki brjóta í bága við eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar.[...] Froðueign­um á leið út úr landi yrði hins veg­ar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 millj­ón­ir í göml­um krón­um yrðu t.d. 2 millj­ón­ir í Nýkrón­um. Laun­um fólks í land­inu yrði breytt í Nýkrón­ur þannig að upp­hæð þeirra yrði óbreytt.“

Lilja seg­ir að jafn­framt væri nauðsyn­legt að nota upp­töku Nýkrón­unn­ar til að laga innra ójafn­vægi hag­kerf­is­ins sem fel­ist í því að sum­ir eigi alltof mikl­ar eign­ir, t.d. fjár­magnseig­end­ur og líf­eyr­is­sjóðir, og aðrir séu of skuld­sett­ir. „Við upp­töku Nýkrón­unn­ar þyrfti að skrifa hús­næðis­skuld­ir þannig að 10 millj­ón kr. lán í nú­ver­andi krón­um yrði 8 millj­ón­ir í Nýkrónu og lækka eign­ir fjár­magnseig­enda til sam­ræm­is.“

Þetta seg­ir Lilja að yrði til þess að heim­il­um sem eiga í greiðslu­vanda og skulda­vanda myndi fækka um 15 þúsund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert