Til í að skoða aukinn vopnaburð

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist deila áhyggjum lögreglumanna, ef þeir telja sig óvarða gagnvart vopnuðum ofbeldismönnum. Hann er tilbúinn að skoða aukinn vopnaburð lögreglumanna, en hefur engu að síður efasemdir um að efla eigi vopnaburð að staðaldri.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar er vísað í könnun Landssambands lögreglumanna en í henni kom fram að mikill meirihluti þeirra vilji fá leyfi til að bera rafstuðtæki. Einnig vill hluti lögreglumanna að skammbyssur verði settar í lögreglubíla.

Ögmundur segir að mjög varlega eigi að fara í að efla vopnaburð, og eitt sé að þeir beri vopn að staðaldri en annað að lögreglumenn hafi aðgang að þeim sér til varnar. Hann sé til í að skoða málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert