Hafnar tilboði SUS í mál Jóhönnu

Málið, sem forsætisráðherra dreypti á og boðið var upp í …
Málið, sem forsætisráðherra dreypti á og boðið var upp í útvarpsþættinum Virkum morgnum í morgun.

Sjón­listamiðstöðin á Ak­ur­eyri hef­ur hafnað „órausn­ar­legu til­boði“ sem Sam­band ungra sjálf­stæðismanna gerði í plast­málið sem Jó­hanna Sig­urðardótt­ir drakk úr og skildi eft­ir með rauðri varalitarklessu í stúd­íói Rúv. SUS bauð 210.000 kr, tvö­falda þá fjár­hæð sem glasið var slegið á í upp­boði út­varpsþátt­ar­ins Virkra morgna.

Í svar­inu, sem Hann­es Sig­urðsson sjón­lista­stjóri seg­ir að sé gefið í til­efni af alþjóðleg­um bar­áttu­degi verka­fólks á morg­un, hafn­ar hann til­boðinu en þakk­ar jafn­framt ung­um sjálf­stæðismönn­um fyr­ir að hafa hjálpað sér við „að finna guðseind­ina, sem leik­ur um var­ir Dabba.“ Hann­es seg­ist einnig vilja und­ir­strika, að gefnu til­efni, að all­ur ágóði af kaup­um plast­máls­ins um­deilda rann óskipt­ur til Um­hyggju - fé­lags til stuðnings lang­veik­um börn­um. 

Sjón­lista­stjór­inn seg­ist standa við þá yf­ir­lýs­ingu sína að plast­málið sé lista­verk. Hann seg­ist meira að segja reiðubú­inn að ganga skref­inu lengra og full­yrða að um sé að ræða al­gjört meist­ara­verk, sam­boðið hvaða lista­safni sem er, þar sem loks­ins hafi tek­ist að ná raun­veru­legu sýn­is­horni af ís­lensku þjóðarsál­inni. Fram kem­ur í svar­inu að vilji SUS eigna sér málið verði það að lág­marki að borga sem sam­svar­ar mánaðarlaun­um seðlabanka­stjóra eða rit­stjóra Morg­un­blaðsins.

Bréf sjón­lista­stjór­ans til SUS má lesa í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert