Kindum lógað vegna vanfóðrunar

Úr myndasafni
Úr myndasafni mbl.is/Brynjar Gauti

Tæplega 50 kindum var lógað í dag á tveimur bæjum á Austurlandi vegna vanfóðrunar. Sumar kindurnar höfðu ekki fengið vatn að drekka í þrjá eða fjóra daga.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Það var héraðsdýralæknirinn á  Austurlandi sem tók ákvörðun um að kindunum yrði lógað.

Í vor gerðu búfjáreftirlitsmenn á Austurlandi aðvart um að kindur væru vanfóðraðar á tveimur bæjum á Héraði. Var um 30 kindum lógað strax á öðrum bænum og 13 á hinum. Í dag fór svo héraðsdýralæknir aftur á bæina ásamt sérfræðingi sem mat holdafar bústofnsins. Á öðrum staðnum var ákveðið að lóga 40 kindum til viðbótar; á hinum staðnum var talið að 6 kindur myndu ekki lifa af og var þeim einnig lógað, að því fram kemur í frétt RÚV.

Sauðburður er hafinn eða um það bil að hefjast á flestum bæjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert