Notkun vetnisperoxíðs við tannhvítun

Sett hefur verið reglugerð sem heimilar fagfólki í meðhöndlun tanna að nota vetnisperoxíð í allt að 6% styrkleika við tannhvítun. Almenna viðmiðið er 0,1% fyrir vetnisperoxíð til tannhvítunar sem ætlað er almenningi án aðkomu sérfræðings. Notkun vetnisperoxíðs í hærri styrk er ekki talin örugg í neytendavörum. Snyrtistofur og tannlæknastofur sem hyggjast bjóða þjónustu við tannhvítun geta samkvæmt reglugerðinni notað vetnisperoxíð í allt að 6% styrk en aðeins ef slíkt er framkvæmt af tannlækni eða tannfræðingi. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Viðmiðin í reglugerðinni eru í samræmi við álit Vísindanefndar Evrópusambandsins um neytendavörur.

 Vetnisperoxíð er ætandi efni sem getur sært tannholdið og valdið óþægindum í viðkvæmum tönnum ef það er notað í háum styrk eða án leiðsagnar sérfræðings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert