Ráðstöfunartekjur rýrnuðu um 27%

Meðalrýrnun ráðsstöfunartekja heimilanna 2008-2010 var 27%.
Meðalrýrnun ráðsstöfunartekja heimilanna 2008-2010 var 27%. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kjaraskerðingin sem hlaust af hruninu var óvenju stór í sögulegu samhengi. Umtalsverður árangur náðist þó í að milda áhrif kreppunnar á afkomu bæði lág- og millitekjufólks um leið og hlutfallslega meiri byrðar lögðust á hærri tekjuhópa. Meðalrýrnun ráðsstöfunartekna heimilanna 2008-2010 var 27%.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ, sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið og kynnt var í morgun.

Þar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að enn væri verið að skilgreina neysluviðmið, úttekt hefði verið gerð á heilbrigðismálum og verið væri að vinna í húsnæðismálum og almannatryggingum.

Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson eru höfundar skýrslunnar. Stefán sagði að ef einungis væri litið á ráðstöfunartekjur fjölskyldna, þá hefði kaupmáttur ráðstöfunartekna að meðaltali lækkað um 20%. Kjör lágtekjufólks rýrnuðu minna, eða um 9% og hjá millitekjufólki um 14%.

Einkaneysla einkageirans dróst saman um 15% á árunum 2008-2010, en um 22% sé miðað við árin 2007-2010.

„Gengið er í stærstu hlutverki þegar kemur að því að meta kjaraáhrifin fyrir heimilin,“ sagði Stefán. „Íslendingar hafa beitt öðrum úrræðum til að fást við kreppuna en aðrar þjóðir og við náðum botninum talsvert fyrr en aðrar þjóðir. 2011-2012 hefur verið kröftugur vöxtur og margt bendir til þess að við komumst fyrr út úr kreppunni.“

Stefán sagði að tekist hefði að milda áhrif kreppunnar á lægri tekjuhópar og velferðarkerfinu hefði verið beitt til varnar.

„Þetta er mesta kjaraskerðing frá stríðslokum,“ sagði Stefán. „Þetta er gríðarlega stórt áfall í þessu samhengi.“

Hann bar ástandið hér á landi saman við Írland. Þar rýrnuðu tekjur þeirra tekjulægstu talsvert meira hér á landi, en tekjur þeirra tekjuhæstu jukust nokkuð.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka