Spáð sextán stiga hita austanlands

Veðurblíða verður norðanlands en rigning á suðvesturlandi.
Veðurblíða verður norðanlands en rigning á suðvesturlandi. mbl.is/Ernir

Besta veðrið verður á Austur- og Norðausturlandi í dag. Þar er spáð allt að sextán stiga hita og fínu veðri. Á Suður- og Suðvesturlandi verður hins vegar rigning.

Á morgun er spáð þokkalegu veðri en á miðvikudag á að rigna um allt land áður en norðanátt og kólnandi veður tekur við fram á helgi.

„Tíðarfar hefur verið hagstætt í apríl og ekki vætusamt eins og í vetur. Það hefur verið ágætlega milt en oft næturfrost alveg fram undir mánaðamót. Það hefur hjálpað gróðrinum að það hefur ekki verið frost í jörðu allan mánuðinn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert