Framhald stjórnarskrármálsins skýrist í dag eða á morgun, að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikill áhugi á því innan Samfylkingarinnar að stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs jafnvel þegar í haust.
„Bæði ég og stjórnarliðar í nefndinni erum mjög áfram um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs, en það hefur engin formleg ákvörðun verið tekin,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, alþingismaður Hreyfingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún átti von á að málið skýrðist í vikunni.