Þjóðaratkvæðagreiðsla verði í haust

Bjarni Benediktsson og Valgerður Bjarnadóttir tókust á um þetta mál …
Bjarni Benediktsson og Valgerður Bjarnadóttir tókust á um þetta mál á þingi í vor. mbl.is/Golli

Sjö þingmenn hafa lagt fram breytingatillögu við tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Tillagan gerir ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20. október.

Þingmennirnir sem leggja þetta fram eru þingmenn Samfylkingarinnar og VG sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, en einnig standa að tillögunni Margrét Tryggvadóttir og Guðmundur Steingrímsson.

Valgerður Bjarnadóttir, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að besti kosturinn hefði verið að láta atkvæðagreiðsluna fara fram í tengslum við forsetakosningar í vor, en fyrst það hafi ekki gengið sé þessi tillaga lögð fram. Valgerður segir að áætlað sé að þjóðaratkvæðagreiðslan kosti um 250 milljónir.

Seinni umræðu um þingsályktunartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um ráðgefandi atkvæðagreiðslu var ekki lokið þegar umræðu var slitið í vor. Valgerður segist gera ráð fyrir að forseti þingsins setji málið aftur á dagskrá, en segist ekki vita hvenær það geti orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka