Verslanir verði sniðgengnar 1. maí

Kröfuganga á 1. maí.
Kröfuganga á 1. maí. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Á aðalfundi Verslunarmannafélags Suðurlands í síðustu viku var samþykkt að skora á verslunarmenn á starfsvæði félagsins að hafa verslanir lokaðar á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. Dagurinn sé frídagur alls launafólks á Íslandi og því eigi verslunarfólk að fá skilyrðislaust frí þennan dag eins og annað launafólk. "Aðalfundurinn hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag", segir m.a. í áskorun fundarins og birt er á fréttavefnum DFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert