Á fimmta hundruð skjálfta

Skjálftavirkni í síðustu viku.
Skjálftavirkni í síðustu viku. Mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands mældi 435 jarðskjálfta á og við Ísland í síðustu viku. Stærsti skjálfti vikunnar var við skammlífa skjálftahrinu á Reykjaneshrygg 27. apríl og mældist hann 3,3 að styrk. Flestir skjálftanna voru við Hellisheiðarvirkjun.

Í yfirliti Veðurstofunnar segir að rúmlega tvö hundruð jarðskjálftar hafi mælst við Hellisheiðarvirkjun og sé um að ræða framhald af þeirri skjálftavirkni sem hefur verið viðvarandi á svæðinu og er tengd við niðurdælingu Orkuveitunnar við Húsmúla.

Þá var talsverð skjálftavirkni á Tjörnes-brotabeltinu. Um 108 skjálftar voru mældir á öllu svæðinu, en mesta virknin var í Skjálfanda við Húsavík þar sem mældust 24 skjálftar. Í Axarfirði mældust um 30 skjálftar og norðaustan við Grímsey mældust níu skjálftar.

Einnig var meiri virkni var í Mýrdalsjökli en undanfarnar vikur en þar mældust um 40 skjálftar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert