Kínverjar vilja kaupa íslenskt minkakjöt

Minkakjöt er eftirsótt í Kína.
Minkakjöt er eftirsótt í Kína. mbl.is/Kristinn

Kjötaf­urðastöð Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga á Sauðár­króki hef­ur fengið fyr­ir­spurn­ir frá áhuga­söm­um kaup­end­um í Kína sem vilja kaupa minka­kjöt frá ís­lensk­um loðdýra­bænd­um.

Þetta er meðal þess sem kom fram í mál­stof­um á at­vinnu­lífs­sýn­ing­unni Skaga­fjörður – lífs­ins gæði og gleði, sem hald­in var á Sauðár­króki um helg­ina. Voru gest­ir sýn­ing­ar­inn­ar vel á fjórða þúsundið.

Ágúst Andrés­son, for­stöðumaður afurðastöðvar­inn­ar, seg­ist í sam­tali við Morg­un­blaðið hafa fengið nokkr­ar fyr­ir­spurn­ir um minka­kjötið, sem er eft­ir­sótt­ur mat­ur í Kína.

„Við höf­um á und­an­förn­um þrem­ur árum verið að vinna á Kína­markaði og alltaf verið að leita eft­ir nýj­um afurðum til að bjóða upp á, bæði úr land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi. Sala á minka­kjöti er eitt af því og þetta barst síðast í tal í ferð minni til Kína í mars­mánuði,“ seg­ir Ágúst sem á von á áhuga­söm­um kaup­end­um í Skaga­fjörðinn frá Kína núna í maí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert