Kínverjar vilja kaupa íslenskt minkakjöt

Minkakjöt er eftirsótt í Kína.
Minkakjöt er eftirsótt í Kína. mbl.is/Kristinn

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki hefur fengið fyrirspurnir frá áhugasömum kaupendum í Kína sem vilja kaupa minkakjöt frá íslenskum loðdýrabændum.

Þetta er meðal þess sem kom fram í málstofum á atvinnulífssýningunni Skagafjörður – lífsins gæði og gleði, sem haldin var á Sauðárkróki um helgina. Voru gestir sýningarinnar vel á fjórða þúsundið.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður afurðastöðvarinnar, segist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið nokkrar fyrirspurnir um minkakjötið, sem er eftirsóttur matur í Kína.

„Við höfum á undanförnum þremur árum verið að vinna á Kínamarkaði og alltaf verið að leita eftir nýjum afurðum til að bjóða upp á, bæði úr landbúnaði og sjávarútvegi. Sala á minkakjöti er eitt af því og þetta barst síðast í tal í ferð minni til Kína í marsmánuði,“ segir Ágúst sem á von á áhugasömum kaupendum í Skagafjörðinn frá Kína núna í maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka