Krefst að jafnrétti verði virt

Kvennafrídagurinn
Kvennafrídagurinn mbl.is/Þorkell

Á aðalfundi Feminstafélags Íslands í gærkvöldi var samþykkt ályktun um jafnrétti. Í henni segir að launamunur kynjanna sé viðvarandi og kjör kvenna hafi raunar versnað að undanförnu. Er þess krafist að jafnrétti sé virt.

Í ályktuninni segir að áhrif efnahagslægðarinnar á umliðnum misserum hér á landi ógni þeim ávinningi sem kynslóðir kvenna hafi barist fyrir. „Femínistafélagið krefst þess að jafnrétti og mannréttindi séu skilyrðislaust virt í íslensku samfélagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert