Ráðist í löngu boðaðar breytingar á Suðurgötu

Þar sem einstefnan var ekki samþykkt sektaði lögregla ekki.
Þar sem einstefnan var ekki samþykkt sektaði lögregla ekki. mbl.is/Júlíus

Komi ekkert óvænt upp á munu framkvæmdir við umferðareyjar, sem eiga að skilja að umferð bifreiða og reiðhjóla á Suðurgötu í Reykjavík, frá Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi, hefjast í þessari viku. Gengið verður rösklega til verks og ætti allt að verða tilbúið 15. maí nk.

Einstefnumerki var sett upp við Skothúsveg í september 2010 og hjólastígur gerður á öðrum helmingi Suðurgötu. Lögregla taldi á hinn bóginn að merkingar væru ekki með fullnægjandi hætti og neitaði því að staðfesta einstefnuna. Skiltin voru því sett upp án heimildar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert