Segir hátt í 40 verslanir hafa verið lokaðar

Frá Kringlunni.
Frá Kringlunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verslunareigandi í Kringlunni segir ekki rétt sem fram hafi komið á mbl.is í dag að aðeins 13 verslanir hafi verið lokaðar í Kringlunni í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Hann hafi sjálfur talið að minnsta kosti 34 verslanir sem hafi verið lokaðar og segir úttekt sína ekki tæmandi. Hugsanlega hafi fleiri verslanir verið lokaðar. 

Verslunareigandinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að þeir verslunareigendur sem ákváðu að hafa lokað á þessum frídegi launamanna, eigi skilið að rétt sé greint frá í fjölmiðlum en upplýsingar um lokun verslana sem vitnað var til í frétt mbl.is fyrr í dag komu frá framkvæmdastjórn Kringlunnar.

Frétt mbl.is um opnun verslana í Kringlunni á 1. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert