Deilt um ástæðu jafnari launa

mbl.is/Hjörtur

Talverðar umræður sköpuðust um skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif bankahrunsins á lífskjör Íslendinga á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og sagði skýrsluna vera til marks um árangur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur en hún sýndi meðal annars að launajöfnuður hefði aukist frá hruninu.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði útleggingu Skúla og annarra stjórnarþingmanna sem tóku þátt í umræðunni vera ósannindi. Ástæðan fyrir því að meiri jöfnuður hefði orðið í launum væri fyrst og fremst vegna þess að launabónusar hefur heyrt sögunni til og yfirvinna dregist verulega saman.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fór einnig í ræðustól og sagðist ekki geta annað en að taka þátt í þessari umræðu. Tók hún undir orð Skúla og annarra stjórnarþingmanna og sagði að það væri ljóst af skýrslu Þjóðmálastofnunar að það skipti máli hverjir væru við stjórnvölinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka