Hallur Már -
Ákæra í dómsmáli þarf að byggja á faglegu og yfirveguðu lögfræðilegu mati en núverandi fyrirkomulag býður upp á að önnur sjónarmið dragist inn í það mat. Þetta segir Róbert R. Spanó, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, en hann hélt erindi um dóm Landsdóms á opnum fundi um dóminn fyrr í dag.
Róbert vill þó ekki tjá sig um hvort betur hefði verið heima setið en af stað farið í málinu. En segir að draga megi þann lærdóm af dómnum að stjórnmálamenn þurfi að þekkja betur hvað stendur í stjórnarskránni og þurfi að líta frekar á hana en venjur og hefðir.