Íslendingar heppnir með höfnun

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að Íslendingar hafi sloppið með skrekkinn þegar þjóðinni var neitað um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna haustið 2008. Þangað eigi Íslendingar ekkert erindi. Ögmundur var ræðumaður á mánudagskvöld á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju.

Í ræðu sinni fór Ögmundur um víðan völl. „Ég hef stundum sagt í glettni en alvörublandinni þó, að Íslendingar væru aldrei alveg vissir um hvort þeir eru þrjú hundruð þúsund eða þrjú hundruð milljónir talsins,“ sagði hann og bætti við að í smæðinni geti verið fólginn styrkur. „Smáþjóð ógnar engum á þann hátt sem stórþjóðir iðulega gera beint eða óbeint með ofríki og yfirgangi sem virðist vera óaðskiljanlegir fylgiskar stórvelda.“

Þá minntist hann þess að Svíar hefðu í eina tíð boðið öllum byrginn undir óháðum réttlætisfána, þeir hafi verið móralskt stórveldi. „Þetta var að sjálfsögðu áður en Svíar gengust Evrópusambandinu á hönd og lögðust undir straujárnið í Brussel þar sem allar misfellur eru jafnaðar í samræmda stefnu í utanríkismálum sem á öðrum sviðum.“

Erum að reisa baráttufána

Ögmundur hélt áfram að ræða um Evrópusambandið og sagði meðal annars að Íslendingar hafi sloppið með skrekkinn þegar þjóðinni var neitað um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna haustið 2008. „Þangað áttum við ekkert erindi fremur en á vígvelli suður í álfum, hvort sem er í Afganistan, Írak eða Íran.“

Hann sagði að þessa dagana væri verið að hefja skipulega yfirferð yfir alla þá mannréttindasamninga sem Ísland tengist á einhvern hátt, með það fyrir stafni að Íslendingar láti gott af sér leiða, bæði innanlands og úti í heimi. „Þar erum við ná að reisa baráttufána.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert