Mikið um andsvör við ræðum þingmanna

Magnús Orri Schram og Helgi Hjörvar á Alþingi.
Magnús Orri Schram og Helgi Hjörvar á Alþingi. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Umræður hafa staðið yfir í allt kvöld um þingsályktunartillögu um breytta skipan stjórnarráðsins. Um tíu þingmenn voru á mælendaskrá um miðnættið.

Það voru aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar sem ræddu tillöguna. Talsvert var um að stjórnarandstæðingar bæðu um orðið til að fara í andsvör við ræðum hvors annars.

Tillagan felur í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka