„Eftir hrun hefur forysta launafólks valdið mér mestum vonbrigðum, þar sem hún tók afstöðu með fjármagninu en ekki launafólki,“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir að forysta verkalýðshreyfingarinnar hafa unnið gegn afnámi verðtryggingar og lagt til inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evrunnar til þess að leysa efnahagsvandann.
„ESB er orðið að frjálshyggjubandalagi sem neyðir aðildarlönd í lausafjárvanda til að skera niður velferðarkerfið og dæla peningum í ónýtt bankakerfi í staðinn. Evran ver fjármagnseigendur sem geta flúið með eignir sínar til útlanda. Launafólk situr fast og býr við meira atvinnuleysi og örbyrgð en í löndum sem geta neitt fjármagnseigendur til að taka á sig hluta byrðanna í gegnum gengisfellingu,“ segir Lilja.
Facebook-síða Lilju Mósesdóttur