15,5% náðu ekki endum saman

forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi
forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi mbl.is

15,5% Íslendinga náði ekki endum saman fjórum sinnum eða oftar á árinu 2011 samkvæmt  rannsókn um stöðu og þróun fjármálalæsis á Íslandi.

Þar kemur jafnframt fram að fjármálalæsi Íslendinga hrakar um 6% samanborið við árið 2008. Könnunin var unnin af Stofnun um fjármálalæsi en hún framkvæmdi sambærilega könnun árið 2008. Þá svörðu 53% þátttakenda þekkingarspurnum um fjármál rétt en einungis 47% árið 2011. Jafnframt kemur þar fram að færri halda heimilisbókhald en 37,3% gerðu það árið 2008 en 24,1% gerir það nú.

Breki Karlson forstöðumaður stofnunar um fjármálalæsi segir að tvær kenningar ríki um það hvers vegna fólk haldi síður heimilisbókhald og fjármálalæsi fari hrakandi. „Önnur kenningin er sú að fjármálalæsi hafi verið óvenju hátt árið í desember árið 2008 þegar könnunin var tekin vegna þess að efnahagshrunið var nýgengið. Þar af leiðandi hafi allir verið meðvitaðri um sín fjármál. Hin kenningin er sú að í kjölfar mikilla efnahagsáfalla fari fólk að efast um ákvarðanir og þekkingu sína á fjármálum. Í kjölfarið verði það líklegra til þess að láta allar hömlur í fjárútlátum sínum niður falla,“ segir Breki.


Sá hópur sem líklegastur sé til þess að lenda í greiðsluvanda er einhleypt fólk og þá sérstaklega einhleypar konur. Af þeim 15,5% sem hafa ekki náð endum saman 4 sinnum að meðaltali á síðustu 12 mánuðum. Höfðu einhleypar konur lent í því sex sinnum að meðaltali, einhleypir karlmenn fimm sinnum að meðaltali en fólk í sambúð þrisvar að meðaltali. Ekki er marktækur munur eftir aldri. 39% aðspurðra sögðust
ekki hafa náð endum saman í það minnsta einu sinni á ári.


Breki kallar eftir víðtækum aðgerðum til þess að efla fjármálalæsi
Íslendinga. „Þetta eru hagsmunir fyrir alla Íslendinga. Þetta snýr ekki eingöngu að menntakerfinu þar sem 12 ára barn stendur ekki frammi fyrir stórum fjármálaákvörðunum á þeim tímapunkti í lífi sínu. Skynsamlegra er að veita fólki auðvelt aðgengi að upplýsingum þegar það tekur stórar ákvarðanir eins og við húsnæðiskaup,“ segir Breki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert