Áhugi á einvígi aldarinnar vex

Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, telur það gott skref að setja á fót nefnd til að finna muni tengda einvígi aldarinnar á milli Bobbys Fischer og Boris Spassky. Áhuginn á einvíginu fara vaxandi, BBC hafi t.a.m. valið einvígið sem einn af 20 stórviðburðum aldarinnar og fjölmargir ferðamenn leggi leið sína að leiði Bobbys Fischer á Selfossi í viku hverri.

Þess vegna væri við hæfi að safna öllum munum sem tengjast einvíginu saman og reisa sérstakt safn tengt einvíginu sögulega sem háð var fyrir fjörutíu árum. 

Hann á ekki von á öðru en að gott verð fáist fyrir munina sem verða boðnir upp í Danmörku í sumar en sjálfur seldi hann muni, sem notaðir voru í einni skák sem var tefld í hliðarsal, á uppboði í fyrra fyrir 7 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert