Fréttaskýring: Breyti trúfélagslögum í átt til jafnréttis

Yf­ir­lýst mark­mið þeirra breyt­inga á lög­um um trú­fé­lög sem lagðar eru til í frum­varpi inn­an­rík­is­ráðherra sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi er að jafna stöðu lífs­skoðun­ar­fé­laga og skráðra trú­fé­laga og að tryggja jafn­rétti for­eldra barns þegar kem­ur að því að ákveða hvort og þá til hvaða fé­lags það eigi að til­heyra.

Sam­kvæmt nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi eru börn skráð sjálf­krafa í trú­fé­lag móður við fæðingu og hef­ur það sætt nokk­urri gagn­rýni í gegn­um tíðina. Jafn­rétt­is­stofa komst að þeirri niður­stöðu árið 2008 að sú til­hög­un að trú­fé­lags­staða barns færi al­farið eft­ir móðerni væri tæp­ast í sam­ræmi við jafn­rétt­is­lög. Út frá jafn­rétti og mann­rétt­ind­um væri eðli­legra að for­eldr­ar kæmu sér sam­an um hvaða fé­lagi barnið ætti að til­heyra og skráðu það sjálf.

Ekki er þó gengið svo langt í frum­varp­inu að færa ábyrgð á trú­fé­lags­skrán­ingu barna al­farið á hend­ur for­eldra. Í raun er það óbreytt nema þegar um er að ræða for­eldra í hjú­skap eða skráðri sam­búð sem til­heyra ekki sama fé­lag­inu. Þau þurfa þá að kom­ast að sam­komu­lagi um skrán­ingu barns­ins.

Flókið fyr­ir­komu­lag

Alls hafa 15 um­sagn­ir borist við frum­varpið frá trú- og lífs­skoðun­ar­fé­lög­um, stofn­un­um og ein­stak­ling­um. Um­sögn Karls Sig­ur­björns­son­ar, frá­far­andi bisk­ups, er nokkuð harðorð en hann seg­ir breyt­ing­una á skrán­ing­um íþyngj­andi fyr­ir trú­fé­lög og ganga gegn hags­mun­um barns­ins. Hætta sé á að fyr­ir­komu­lagið verði flókið í fram­kvæmd því eng­in ákvæði séu um hvað ger­ist ef for­eldr­ar komi sér ekki sam­an um skrán­ing­una. Legg­ur hann til að ef ákvörðun liggi ekki fyr­ir þegar nafn barns sé skráð verði það skráð í trú­fé­lag móður.

Í um­sögn Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar Fíla­delfíu er gagn­rýnt að staða barns sé ótil­greind þar til for­eldr­ar sem ekki til­heyra sama fé­lagi komi sér sam­an um það. Þetta geti leitt til þess að ef annað for­eldrið sé utan trú­fé­laga geti það á óbein­an hátt þröngvað af­stöðu sinni á barnið í óþökk hins for­eldr­is­ins.

Umboðsmaður barna ger­ir litl­ar at­huga­semd­ir við frum­varpið í um­sögn sinni en velt­ir upp þeirri spurn­ingu hvort í ljósi þess að flest börn fermist á 14. ald­ursári sé ekki eðli­legra að börn gætu tekið ákvörðun um inn­göngu eða úr­sögn úr trú­fé­lagi þá í staðinn fyr­ir þegar þau eru orðin 16 ára eins og nú er. Þannig réðu þau sjálf hvort eða hvar þau ferm­ast.

Tor­veld­ar ekki starfs­skil­yrði

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands lýs­ir yfir ánægju með frum­varpið en legg­ur til að staða barna sé ótil­greind þar til for­eldr­ar þess sem eru í hjú­skap eða skráðri sam­búð taki sam­eig­in­lega ákvörðun um skrán­ingu þess í trú- eða lífs­skoðun­ar­fé­lag.

Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands seg­ir til­lög­urn­ar skýr­ar og gangi ekki á rétt eða geri starfs­skil­yrði skráðra trú­fé­laga erfiðari. Stofn­un­in ger­ir hins veg­ar at­huga­semd við skil­grein­ing­una á lífs­skoðun­ar­fé­lög­um. Skil­yrði frum­varps­ins sé að þau bygg­ist á siðferði og lífs­skoðunum óháð trú­ar­setn­ing­um og tengja megi við þekkt hug­mynda­kerfi í heim­speki og siðfræði. Bend­ir stofn­un­in á að þó ekki sé ómögu­legt að úr­sk­urða um slík tengsl sé það und­ar­legt að setja slík skil­yrði í lög eins og það liggi ljóst fyr­ir á hvaða for­send­um slík­ur úr­sk­urður ætti að byggj­ast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert