Djarfar göngubrýr yfir Elliðaárósa

Samstarfsaðilar höfunda vinningstillögu tóku við viðurkenningu: Ander Möller Nielsen, Sveinn …
Samstarfsaðilar höfunda vinningstillögu tóku við viðurkenningu: Ander Möller Nielsen, Sveinn Bragason, Laufey Agnarsdóttir, Sigurður Ingi Ólafsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir og Bjarki Gunnar Halldórsson. Af vef Reykjavíkurborgar

Til­lög­ur í hönn­un­ar­sam­keppni Reykja­vík­ur­borg­ar og Vega­gerðar­inn­ar um göngu- og hjóla­brýr yfir Elliðaárósa og hjóla­leið um norðurenda Geirs­nefs voru kynnt­ar í dag að viðstödd­um þátt­tak­end­um og dóm­nefnd. Sýn­ing á til­lög­un­um hang­ir uppi í Ráðhúsi Reykja­vík­ur til 14. maí.

Þegar nafn­leynd var aflétt kom í ljós að höf­und­ar vinn­ingstil­lög­unn­ar voru frá Teikni­stof­unni Tröð, þau Hans-Olav And­er­sen og Sig­ríður Magnús­dótt­ir arki­tekt­ar. „Ein­falt en jafn­framt frum­legt og djarft form ein­kenn­ir til­lög­una,“ seg­ir í áliti dóm­nefnd­ar um verðlauna­til­lög­una. „Styrk­ur til­lög­unn­ar er tví­mæla­laust ein­falt og sterkt burðarform, sem fel­ur í sér ný­stár­lega nálg­un viðfangs­efn­is­ins.“ Dóm­nefnd­in reikn­ar með að mann­virkið geti orðið ákveðið kenni­leiti og vakið áhuga fólks til úti­vist­ar á svæðinu.  Nán­ar um verðlauna­til­lögu nr. 1.

Það var svo hóp­ur þriggja arki­tekta sem vann 2. verðlaun, þeir Jón Davíð Ásgeirs­son, Guðni Björn Val­berg og Andri Gunn­ar Lyng­berg Andrés­son. Um til­lögu þeirra fé­laga seg­ir dóm­nefn­in að hún sé „lát­laus og hóg­vær og feli í sér ein­fald­an glæsi­leika“. Bent er á aðlög­un sveigðra brúa og stíga að landi, sem og að fáguð lausn á hand­riðum sé í sam­ræmi við ein­fald­leika til­lög­unn­ar.  Nán­ar um verðlauna­til­lögu nr. 2

Þriðja verðlauna­til­lag­an reynd­ist vera sam­starfs­verk­efni Kanon arki­tekta og verk­fræðistof­unn­ar Hnits. „Brýr eru létt­ar og svíf­andi og formaðar út frá burðarþoli,“ seg­ir í áliti dóm­nefnd­ar sem mat sam­spil brúa, stíga og lands­lags mjög gott.   Nán­ar um verðlauna­til­lögu nr. 3

Vinn­ingstil­laga hönnuð áfram til útboðs

Til­gang­ur sam­keppn­inn­ar var að fá fram frjó­ar og áhuga­verðar, en jafn­framt raun­hæf­ar hug­mynd­ir um þessa nýju hjóla­leið sem tengj­ast mun neti hjóla­stíga í borg­inni.  Í keppn­is­lýs­ingu er gert ráð fyr­ir að samið verði við höf­unda fyrstu­verðlauna­til­lögu um áfram­hald­andi hönn­un á verk­efn­inu til útboðs og gangi áætlan­ir eft­ir má bú­ast við að nýja göngu- og hjóla­leiðin verði til­bú­in í haust. Hún mun stytta leiðina milli Grafar­vogs og miðborg­ar um­tals­vert eða um  0,7 km. Gert er ráð fyr­ir aðskilnaði gang­andi og hjólandi um­ferðar með það í huga að stuðla að bættu um­ferðarör­yggi og gera leiðina greiðari. Um­ferð hjólandi og gang­andi yfir Elliðaár er mik­il og má gera ráð fyr­ir að hún auk­ist með til­komu nýju leiðar­inn­ar. Verk­efnið er kynnt í Fram­kvæmda­sjá: Göngu- og hjóla­brýr yfir Elliðaárósa

Eft­ir­sókn­ar­vert verk­efni

Góð þátt­taka var í sam­keppn­inni, en alls bár­ust 16 til­lög­ur sem tekn­ar voru til um­fjöll­un­ar af dóm­nefnd sem skipuð var full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar, Vega­gerðar­inn­ar, Verk­fræðinga­fé­lagi Íslands (VFÍ) og Arki­tekta­fé­lagi Íslands (AÍ). Dóm­nefnd­in gerði skil­merki­lega grein fyr­ir starfi sínu í sam­an­tekt um all­ar inn­komn­ar til­lög­ur og sér­stak­lega verðlauna­til­lög­urn­ar þrjár, sem metn­ar voru á seinna þrepi keppn­inn­ar. Í keppn­is­lýs­ingu var fyr­ir­fram ákveðið vægi þriggja þátta: Fag­ur­fræði/​út­lit 35%, tækni­leg hönn­un 35% og kostnaður 30%. 

Dóm­nefnd keppn­inn­ar skipuðu eft­ir­tald­ir:
• Ámundi Brynj­ólfs­son, verk­fræðing­ur frá fram­kvæmda- og eigna­sviði, formaður
• Guðrún Þóra Garðars­dótt­ir, verk­fræðing­ur frá Vega­gerðinni
• Sig­urður R. Ragn­ars­son, verk­fræðing­ur til­nefnd­ur af VFÍ
• Stefán Agn­ar Finns­son, verk­fræðing­ur frá um­hverf­is- og sam­göngu­sviði                                                                                                       
• Val­dís Bjarna­dótt­ir, arki­tekt FAÍ til­nefnd af AÍ

Ráðgjaf­ar dóm­nefnd­ar voru:
• Björn Ax­els­son, lands­lags­arki­tekt frá skipu­lags- og bygg­ing­ar­sviði
• Ólaf­ur Stef­áns­son, tækni­fræðing­ur frá fram­kvæmda- og eigna­sviði
• Rún­ar Gunn­ars­son, arki­tekt frá fram­kvæmda- og eigna­sviði
• Þor­geir Þor­björns­son, verk­fræðing­ur frá um­hverf­is- og sam­göngu­sviði
• Gylfi Sig­urðsson, verk­fræðing­ur frá Vega­gerðinni

Rit­ari dóm­nefnd­ar er Anna Pála Páls­dótt­ir arki­tekt, fram­kvæmda- og eigna­sviði.

Trúnaðarmaður til­nefnd­ur af Arki­tekta­fé­lagi Íslands var Har­ald­ur Helga­son, arki­tekt FAÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert