„Forgangsröðun stjórnarflokkanna er galin“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ásamt fleiri þingmönnum á Alþingi.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ásamt fleiri þingmönnum á Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mörg mál bíða í þing­inu en for­gangs­röðun stjórn­ar­flokk­anna er gal­in. For­sæt­is­ráðherra stapp­ar niður fót­um og heimt­ar að málið sitt, breyt­ing­ar á stjórn­ar­ráðinu, fari í gegn,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á heimasíðu sinni í dag. Hann seg­ir það mál hins veg­ar al­ger­lega óþarft og að ófor­svar­an­legt sé af ráðherr­an­um að leggja önn­ur mál til hliðar eins og mál sem hafa með bætta stöðu heim­il­anna að gera.

„Rík­is­stjórn­in virðist líta á alþingi sem af­greiðslu­stofn­un sem ekki eigi að þvæl­ast fyr­ir þeim mál­um sem hún kem­ur með. Hlut­verk Alþing­is er að setja lög og vanda til við laga­setn­ing­una,“ seg­ir Gunn­ar og gagn­rýn­ir að tvö mál, frum­vörp um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un og ramm­a­áætl­un um vernd og nýt­ingu orku­linda, hafi komið allt of seint til um­fjöll­un­ar í þing­inu. Stjórn­ar­andstaðan hafi ít­rekað kvartað yfir þeim vinnu­brögðum en á það hafi ekki verið hlustað.

Gunn­ar seg­ir enn­frem­ur að Alþingi sé að verða eins og Rík­is­sjón­varpið, það sé mikið um end­ur­sýn­ing­ar. „Nú er bara að bíða til kosn­inga og halda áfram að lág­marka það tjón sem rík­is­stjórn­in veld­ur ís­lensku sam­fé­lagi,“ seg­ir hann að lok­um.

Heimasíða Gunn­ars Braga Sveins­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert